Ævintýri Adda
Síðustu þrjár vikurnar hef ég verið í verklegu námskeiði upp í HR, nánar tiltekið í gluggalausu herbergi með fjórum öðrum nördum í gamla Morgunblaðshúsinu við Kringluna.
Þegar ég mætti aftur til vinnu komst ég að því að vinnufélagarnir bættu sér upp fjarveru mína með smá sprelli og bjuggu til myndasögu í kjölfarið.
Ég er auðvitað mjög ánægður með þetta allt saman og vill monta mig af þessu á blogginu mínu. Takk vinir.
