Lestur

Hraðlestur Link to heading

Ég er ekki mikið hraðlestrarnörd. Réttast væri að segja að ég les á venjulegum hraða og lítið í einu. Þannig eiga bækurnar til að hanga á náttborðinu hjá mér, nokkra mánuði í einu. Ég hef verið að rekast á hin og þessi ráð varðandi hraðlestur: skanna heilar málsgreinar, þjálfa hreyfanleika augnanna, lesa án þess að “lesa upphátt í hausnum” (e. subvocalizing) og fleira.

Til eru ýmis trikk til að hjálpa til við að lesa án þess að “lesa upphátt”, t.d. segja endurtekið “1 2 3 4” eða “a b c d” á meðan lestrinum stendur. Einnig eiga lestrar-tól eins og Zap Reader að hjálpa. Það virkar þannig að þú skellir inn blokk af texta (copy/paste) og svo er textinn mataður ofan í mann, orð fyrir orð. Hægt er að stilla fjölda orða sem birtast í einu og hversu hratt er farið yfir en miðað er við 300 orð á mínútu og 1 orð í einu. Hér er kynningarvideó:

Ég hef verið að nota Zap Reader síðustu daga fyrir stórar blogg-færslur, fréttir o.fl. Þetta er að minnsta kosti öðruvísi og gaman að prufa.

Legið á meltunni Link to heading

Ég les internetið í gegnum Google Reader og hef næstum því alveg hætt að kíkja á hinar og þessar vefsíður til að athuga hvort eitthvað nýtt sé komið. Eins og búast má við af stóra bróður halda þeir samviskusamlega utan um hvað ég les og hvenær.

Ég les Link to heading

Að lokum Link to heading

Smelltu með þessum