Tónlist.is

Síðan íslenska tónlistar-vefverslunin Tónlist.is var sett á laggirnar hafa margir, m.a. ég, gagnrýnt innbyggðar takmarkanir í tónlistarskránum sem þeir bjóða upp á. Þessar takmarkanir ganga almennt undir nafninu DRM, en um er að ræða takmörkun á hvaða spilara ég get hlutað á lag með, hvort ég geti brennt það, sett á mp3 spilarann og svo framvegis. Á grunninn hvort ég geti gert það við lagið sem okkur finnst eðlilegt að geta gert við tónlistina sem við kaupum á geisladiskum.

“the real news” er að nú býður Tónlist.is upp á tónlist án takmarkana og eru tóngæðin “meiri” en áður

Mér, og eflaust öðrum, hefur ekki verið vel við að kaupa tónlist undir lás, og sérstaklega ekki þegar einhver annar geymir lykilinn. Það, ásamt slökum hljóðgæðum, hefur því ekki stuðlað að lækkun bankainnistæðu minnar, Tónlist.is í vil.

Nýlega tóku þeir vefinn í gegn og færðu útlitið nær nútímanum, en “the real news” er að nú býður Tónlist.is upp á tónlist án takmarkana og eru tóngæðin “meiri” en áður.

Flott hjá þeim og nú er bara að kaupa íslenska tónlist á vefnum.