Fimm ár af hinu og þessu

Á gær voru fimm ár síðan að ég var í tveggja vikna ferðalagi í Kaupmannahöfn og Berlín ákvað að setja upp “svona blogg síðu”. Hugmyndin var að geta tekið niður ferðasöguna þessar tvær vikur plús að halda vinum og vandamönnum við efnið.

Nokkrum færslum, vefslóðum, útlitsbreytingum og fimm árum síðar, held ég áfram að nota þennan vef í það sem ég er að velta fyrir mér á hverjum tíma.

Hver er pælingin Link to heading

  • Taka þátt í vefsamfélaginu og tjá mig um hitt og þetta.
  • Eiga “slóð hugsana” aftur í tímann og sjá hvernig karakterinn breytist.

Fyrir fimm árum Link to heading

Laugardagurinn 23.júní 2002

fór og fékk mér brunch dauðans, beikon egg og allt klabbið…appelsínusafi bjór og kaffi…. mar þarf smá bensín til að labba alla þessa vitleysu….. reyndi að finna út hvernig strætó og lestir virkuðu fyrir mig og skrapp síðan niðrá vesterbrogade sem er svona central fyrir okkur gaurana…. fóturinn orðinn ónýtur af þessu labbi…. er að hvíla hann á netkaffi eins og er…. planið er að kíkja til gunnhildar í kvöld og jafnvel að fara á 80’s elektro kvöld á stað sem heitir catwalk…..

Skál fyrir öðrum fimm árum af hinu og þessu.

Skál fyrir öðrum fimm árum af hinu og þessu.

-Arnþór Snær