Á hvað er ég að horfa?

Eftir að hafa sinnt vinnunni og skólanum af öllu afli síðasta vetur, hef ég verið að taka mig á í sjónvarps og kvikmyndaglápinu. Hér er smá upptalning af því sem ég og Beta höfum tekið fyrir.

  • This American Life eru skemmtilegir þættir um skringilegheit hversdagsleikans. Frábærar sögur og frásögn.
  • Bladerunner (1982) - heimspekilegar spurningar um lífið og eðli tilverunnar í spennumynd í leikstjórn Ridley Scott.
  • Golden Boy fjallar um Kintaro, 25 ára lífskúnstner, vitleysing og pervert sem hjólar um heiminn og lærir (á lífið).
  • Flight of the conchords segir frá hljómsveit með sama nafni sem eltast við frægðina í New York
  • Harry Potter and the Sorcerer’s Stone - fjallar um Harry sem uppgvötar að hann hefur hæfileika til að galdra… mæli með þessari ;)

Wicker Man … Tónlistin ein gerir þessa mynd þess virði að sjá.

  • Wicker Man (1973) - Ábúar á eyju við skotland halda í heiðna siði og hneyskla siðprúðan lögregluþjón sem rannsakar hvarf stúlku. Tónlistin ein gerir þessa mynd þess virði að sjá.
  • This is Spinal Tap er platheimildarmynd um goðsögnina Spinal Tap og segir frá hvernig hljómsveitarmeðlimum gengur að takast á við frægð og fræðgarleysið á meðan þeir túra um Bandaríkin.

Hvernig væri nú að hætta að hanga út í sólinni og setjast fyrir framan sjónvarpið?