Seinasta mílan

Seinustu tvö ár hef ég hlaupið Reykjavíkur Maraþonið. Ekki get ég sagt að hlaupatími minn hafi verið sóma, en ég amk hljóp þetta og voru bæði skiptin þokkalegasta áskorun.

Árið 2006 var það 10 km og tóku ASIPhoto ljósmynd af mér af gefnu tilefni, en þeir sérhæfa sig í ljósmyndun mikilmenna við þátttöku þeirra í íþróttaviðburðum. Þótt hetjuskapurinn leyni sér ekki var lítið hugsað um útlit og framkomu það árið:

2006 Link to heading

Á ár var því söðlað um, vegalengd aukin um 11 km og hugað að ímyndinni. Hér má svo líta árangurinn, en þemað var nútíma tæknihyggja og endurhvarf til fortíðar:

2007 Link to heading

Þið getið verslað stóra og myndarlega útprentun af 2007 myndinni hér, t.d. er 30x45 cm plakat á aðeins 3654 krónur (án sendingarkostnaðar), sem er þokkalegasti prís.

Ath að tæknilega á ASIPhoto þessar myndir, en þar sem ég er umfjöllunarefnið, leyfi ég mér að birta þær hér.