Sagan að endurtaka sig?

Ég rakst í dag á skemmtilegan úrdrátt úr bókinni Glut, Mastering Information Through the Ages eftir Alex Wright.

Á þessum úrdrætti er skrifað um uppgang alfræðiorðabókarinnar í Frakklandi rétt fyrir Frönsku byltinguna og hvernig það að fleiri raddir og sjónarmið hafi komist á prent en áður, kann að hafa spilað þátt þessari atburðarás.

Denis Diderot var fengin til að þýða Cyclopaedia yfir á frönsku en varð fljótlega stórhuga og vildi bæta við bókina. Meðal efnis sem hann bætti við var þekking almenns eðlis sem snéri m.a. að iðn og handverki, en þess konar þekking hafði áður gengið manna á milli en ekki komist á prent.

Franska aðilinum var ekki skemmt því á þessum tíma hafði hið prentaða orð þónokkra vigt og voru Diderot og félagar því að vega að heiðri hámenningar, mennta og lista, með því að setja þekkingu sauðsvarts almúgans á sama stall í alfræðiritinu.

Við að lesa þetta fór maður óumflýjanlega að hugsa um Wikipedia (sem hefur enn breiðari efnistök og hefur verið umdeild), breytingar á fjölmiðlum okkar síðustu árin og veltir því fyrir sér hvort að væntanleg sé bylting.

Eða erum við kannski stödd í einni slíkri?