Zeitgeist
Zeitgeist er heimildarmynd í takt við The Power of Nightmares, The Corporation og Fahrenheit 9/11, en með þónokkuð dekkri undirtón.
Myndinni er skipt í þrjá hluta:
- Sá fyrsti fjallar um kristni og trú almennt og dregur fram ýmis atriði sem kristni virðist hafa fengið að láni frá öðrum trúarbrögðum. Fyrir mitt leyti var þetta athyglisverðasti hluti myndarinnar.
- Annar hluti myndarinnar fjallar um 9/11 atburðinn í NY og reynir að afsanna útskýringu bandarísku ríkisstjórnarinnar á honum.
- Þriðji og seinasti hluti myndarinnar fjallar um peninga í Bandaríkjunum, en aðallega seðlabankann þar.
Myndin er stappfull af áróðri, en hún er líka áhrifarík og mun hún eflaust leiða til umræðu um þessi mál.
Það er hægt að horfa á Zeitgeist í heild sinni hér.