Bloggfærsla í fimm setningum
Naumhyggja er ekki ný af nálinni, en ég hef rekist á nokkrar skemmtilegar vangaveltur upp á síðkastið.
- Að skrifa tölvupóst í fimm setningum krefur þig um skýrleika og verður til þess að þú færð skýrari svör til baka.
- Að taka Haiku nálgun á afköst hjálpar þér að setja fókus á það sem skiptir mestu máli, og bíða með það sem skiptir minna máli.
- Að hafa of marga valkosti getur gert okkur óánægð með það sem við veljum ekki, í stað þess að njóta þess sem við veljum.
Að blogga í fimm setningum setur hugmyndina í sviðsljósið, fækkar tilgangslausum endurtekningum, gæti tekið lengri tíma en ella en ég held hún sé betri fyrir vikið.