Creative Commons

Fyrir nokkru síðan styrkti ég Creative Commons verkefnið um nokkra dollara. Ástæðan fyrir því var að mér fannst þetta vera gott mótvægi við hefðbundin höfundarétt og vildi sjá CC eflast og styrkjast.
Ég, ásamt öðrum, fékk í dag bréf í tilefni 5 ára afmælis Creative Commons frá stjórnarformanni stofnunarinnar, Lawrence Lessig, þar sem hann þakkar stuðningin. Einnig nefnir hann fimm leiðir til að styðja enn frekar við bakið á stofnuninni, en CC er rekin sem non-profit.
Leiðirnar eru :
Að breiða út boðskapinn á netinu
- Að nota verk með CC leyfi
- Að setja CC leyfi á sín eigin verk*
- Að breiða út boðskapinn á netinu
- Að segja 5 einstaklingum frá framtakinu
- Að styrkja þá um nokkra dollara í viðbót.
Til að dekka betur punkt 3 og 4 ákvað ég að skrifa þessa færslu og vil benda áhugasömum á nánari útskýringu á því hvað Creative Commons gengur út á.
*Ef þú notar flickr.com, geturðu valið að hafa ljósmyndirnar þínar undir CC leyfi hér