Að lesa í kannanir
ef marka má könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrr á árinu eru flestir borgarbúar ánægðir með þennan háhýsavöxt í borginni.
Tveir af hverjum þremur töldu að háhýsi ættu rétt á sér í borgarskipulagi. Reyndar voru fleiri karlar en konur hlynntir háhýsum, og einnig virðast þau falla yngra fólki betur í geð.
úr fréttinni : Á efstu hæð á hæsta húsi landsins
Að finnast eitthvað eiga rétt á sér er ekki jafngilt því að maður sé ánægður með það.
Mér finnst sjálfum háhýsi eiga rétt á sér, svo framarlega sem það sé gætt að heilstæðri borgarmynd.