Crayon Physics
Það kemur ekki oft fyrir að ég finn tölvuleiki sem mér finnst skemmtilegir, en ég rakst á leik sem heitir Crayon Physics fyrir nokkru síðan og varð alveg búmm.

Leikurinn (frá Kloonigames) gengur út á að leysa þrautir með því að teikna þau tól sem maður þarf, t.d. hringi, víra, kassa eða hvað sem þarf til.
Crayon Physics Deluxe:
Thiago Montoya þýddi svo leikinn fyrir iPhone nýlega og hef ég verið að leika mér í honum (iPhysics) síðustu daga…. búmm, búmm.
- Gríptu Crayon Physics fyrir Windows. (engin útgáfa fyrir Mac OS X eins og er)
- Gríptu iPhysics fyrir iPhone.
- … Crayon Physics Deluxe er í smíðum.