Dagur í lífi

  • Vaknaði úr draumi um hálf ellefu, hálf feginn. Las í hálftíma og datt í hug að það gæti orðið skemmtileg tilbreyting að blogga um daginn. Svona á svipaðan hátt og um logg væri að ræða. Diane….
  • Heyri í mömmu, hún segir að hún fái engan ruslpóst lengur. Annað hvort eru Google búnir að stilla ruslpóstsíuna eða það eru allir hættir að kaupa Viagra í gegnum tölvupóst.
  • Kíki á todo listann, Focus, það er inniveður úti. Focus segir: kaupa Boxcutter - Glyphic, taka vikulega rennslið á Focus, æfa mig á gítarinn, lesa kindergarden og 1st grade á babypips.com/school, finna jólagjöf fyrir [ritskoðað], blogga, setja upp testcase fyrir [ritskoðað], heyra í Bíma og Einari, kíkja á stuttmynd í kvöld og gera eitthvað hressandi með Betu þegar hún kemur heim úr vinnunni.
  • Klukkan orðin hálftólf, tími fyrir morgunmat…. hádegismaturinn verður þá líklegast um 15:00. Ég er svo villtur.
  • Sótti bunka af polaroid myndum úr geymslu, finna góðar myndir á polaroid vegginn. Fyndið að finna gamlar myndir af Betu.
  • Klukkan að verða eitt, ég hringdi í Betu og við reyndum að finna mynd í bíó til að fara á. Ekkert spes í bíó. Stefnan tekin á videó.
  • [ritskoðað]
  • Leitaði að Glyphic með Boxcutter og sé að Google setur Pirate Bay síðuna fyrir Glyphic í annað sæti í leitarniðurstöðum. Fann svo plötuna (óvarið 320 kpbs mp3 niðurhal) til sölu á Boomkat, en engan lagalista. Leitaði að lagalista fyrir Glyphic á Google, en fann engan þangað til að ég kíkti á Pirate Bay sem voru með hann. Keypti plötuna á Boomkat, þægilegt og einfald kerfi hjá þeim. Hlusta á The perfect beats meðan ég bíð.
  • Heyrði í Bíma, ætlum að taka hitting annaðkvöld. Bími er með hlutina á hreinu í dag…. sushi og póker.
  • Er að hlusta á Boxcutter og skrifa, rokkar á milli þess að vera dæmigert dubstep og tilraunakennd raftónlist. Ekki leiðinlegt….
  • Fékk óvænt boð í kaffi, herra Jón Levy er kominn til landsins, en hann ver annars tíma sínum í Mexikó þar sem hann reynir að gera heiminn aðeins betri.
  • Er að stúdera forex (candlesticks,trends og patterns).
  • Var að detta inn ásamt Betu úr eðal kaffiboði hjá Nonna (aka Skermur Lúðviksson) og fjölskyldu, en þar fékk ég mér meðal annars í fyrsta skipti flatköku með hnetusmjör og sultu (peanut butter jelly time ). Við vorum svo södd á heimleið að við létum nægja að kaupa pulsur, en til að halda kúlinu gripum við spelt pulsubrauð… ok?
  • Kíktum á Svartan Sand (íslensk stuttmynd) með matnum, en var ekki alveg fyrir okkur. Eftir miklar vangaveltur um videógláp kvöldsins var ákveðið að leigja Solaris á hverfisleigunni.
  • Klukkan er korter gengin í tólf. Við vorum að klára að horfa á Solaris. Ágætis mynd, svona eins og 2001 með ástarsögu-elementi. Verð að sjá Solyaris við tækifæri. Ætla að setja þessa færslu á bloggið og fara upp í rúm og lesa eitthvað hressandi…. góða nótt.