Tólin í tölvunni
Skyldubloggfærsla tölvunördsins er að blogga um hugbúnaðinn sem maður notar reglulega. Hér er listinn minn:

- Camino er vafrinn, frændi Firefox en er betri á Mac OS X.
- Adium er spjall forritið, nettara en annað sem ég hef prófað.
- Textmate (kostar) er textaritillinn sem ég er að skrifa þessa færslu í.
- Miro er videó lesarinn. Hann er alltaf stappfullur af góðgæti.
- Gmail notifier lætur mig vita ef eitthvað nýtt er í pósthólfinu.
- Last.fm spilarann nota ég til að hlusta á tónlist af last.fm.
- Ég er 100% epplaður með tónlist, myndir og myndbönd (iTunes, iMovie og iPhoto). Einnig nota ég Address Book fyrir tengiliðaupplýsingar.
- Pukka er þægilegt viðmót til að bókamerkja á del.icio.us í snatri.
- OmniOutliner (kostar) er tólið sem ég nota í hugarflug og “grófa” skipulagningu.
- OmniFocus (kostar) er tólið sem ég nota í skipulagningu frá degi til dags.
- Transmission er bittorrent forritið, einfalt og þægilegt.
- Transmit (kostar) er FTP forritið, eina almennilega ftp forritið á OS X.
- iSquint þýðir myndböndin yfir í iPod/iPhone vænt snið.
- Chicken of the VNC er vnc forritið, fyrsta sem ég fann.
- MAMP (mac apache mysql php) er vefþjónn + gagnagrunnnur + php vél í einum pakka.
- Locomotive er Ruby on rails þjónn og umhverfi í einum pakka.