Það sem skiptir máli

Ég er farinn að nota farsíma(vef)viðmót mbl.is meira og meira á einkatölvunni upp á síðkastið og langar aðeins að velta fyrir mér (og þér) af hverju.

Hér eru skjámyndir af farsímaviðmóti mbl.is og vefviðmótinu til samanburðar:

Vefviðmót mbl.is

Farsímaviðmót mbl.is

1)Farsímaviðmótið er ekki jafn drekkhlaðið af auglýsingum og vefviðmótið í fullum skrúða. Ég skil að vefurinn þurfi að afla sér tekna, en fjórar auglýsingar (sem hreyfast í “lúppu”) í kringum textann sem ég er að lesa er full mikið “distraction”.

2)Farsímaviðmótið er mun takmarkaðra en vefviðmótið, en fyrir mér þá býður það upp á allt sem ég tengi beint við Moggann sem fréttamiðil (innlent, erlent, viðskipti, íþróttir, fólk og tölvur og tækni). Allt sem er ekki í boði, þ.e. efni sem þeir kalla sérvefir (bloggið, embla, barnaland, 24 stundir o.fl), er efni sem hreinlega þvælist fyrir mér þegar ég vil skoða fréttirnar.

Þetta er eflaust persónubundið, en hvað finnst þér?