Bronsaður

Það er gaman að segja frá því að ég vann bronsið í Young-Now leiknum á ColorWar 2008. Leikurinn gekk út á að finna mynd af sér ungum og taka svipaða mynd af sér í nútímanum. Þar sem mamma* hafði nýlega gefið mér skemmtilega mynd af mér í hlíðunum (síðan sirka 1982), ákvað ég að taka þátt og fékk Betu með til að ljósmynda.

Árangurinn lét ekki á sér standa:

Myndirnar eru hér og hinir sigurvegararnir eru hér.

*bara svo það komi skýrt fram, þá á móðir mín auðvitað stærstan hluta í þessum verðlaunum því án hennar þá hefði nú ekki orðið mikið úr þessu

-— Uppfært: