Opin gögn hjá hinu opinbera

Nokkrir áhugamenn um aðgengileika opinberra gagna hafa sett upp vefinn “Opin Gögn á Íslandi” ( opingogn.net ).

Opin gögn eru gögn sem eru laus við hverskonar hindranir á aðgengi. Skilgreiningin á opnum gögnum tekur m.a. á formi gagnanna, endurnýtingarrétti og -möguleikum, gjaldtöku og hlutleysi þeirra m.t.t. stýrikerfa og annarra tæknilausna.

Vefurinn er Wiki vefur þar sem áhugasamir geta lesið sér til um málið og enn áhugasamari geta lagt sitt af mörkum.