Það þarf ekki mikið

Ég, Beta og Stuart vorum stödd í gærkvöldi í Vesturbæjarlauginni og tókum eftir því að það var verið að lýsa upp laugina með fjólubláum lit og gefa krökkunum í lauginni neongræn ljósstykkji (“glow sticks”). Eftir að hafa lagt saman tvo og tvo, margfaldað með þrem og sett í annað veldi fengum við út að það væri eitthvað í gangi.

Sundferðin endaði í eimbaðinu. Stemningin þar var svolítið íslensk. Fullt herbergi af fólki, lokað andrúmsloft og þögnin allsráðandi. Inn kom stelpa með nokkur neogræn ljós og dreifði þeim um eimbaðið sem fór að lýsast upp ásamt vatnsgufunni. Það kom smá kurr í suma sundgestina. Ein kona teygði sig í ljósið og velti því fyrir sér eins og hún hefði ekki séð svoleiðis áður. Áfram hélt stelpan að koma með neongræn ljós og fór fleiri umferðir um eimbaðið. Eftir eina mínútu var allt komið á fullt. Bjart yfir fólki og mikið spjallað, svona eins og að við hefðum dottið inn í partý.

Vel gert.