Hvað er vefdagbók?

Ég vil vera með blogg, hafa það til staðar. Mér finnst svolítið atriði að það líti sómasamlega út. Aftur á móti eru takmörk fyrir því hvað sjaldan uppfærð blogg (e. weblog) geta komið vel fyrir.

En ég er þokkalega virkur á vefnum. Ég tek þátt í smáskilaboða og örblogg-fyrirbærinu Twitter, spjalla við vini, vinnufélaga og fjölskyldu á Facebook og kommenta á hitt og þetta um hvippinn og hvappinn. Einnig tek ég myndir og videó og bý syrpur endrum og eins. Aftur á móti endurspeglar vefdagbókin það ekki.

Þetta þarf að (endur)skoða…