"bloggið" á mbl.is

Það hefur oft verið rætt í mínum bakgarði um blogg þjónustu mbl.is og áhrifin sem hún hefur haft á blogg kúltúr Íslands. Umræðan er oft á þann veginn að “moggabloggið hafi komið óorði á bloggið”. Breytingar á blogg venjum fólks eiga sér eflaust flóknari útskýringar (m.a. tilkoma Facebook) en það er einn punktur sem mig langar að draga fram.

Blogg þjónusta mbl.is er að stórum hluta kommentakerfi á fréttir mbl.is. Til þess að geta kommentað á fréttir á mbl.is þá þurfa notendur að skrá blogg. Með þessari kröfu varð til nýr hópur af bloggurum. Fjöldi fólks sem aldrei hefði annars haft frumkvæði fyrir því að stofna og viðhalda bloggi.

Ég ætla ekki að fara í djúpar vangaveltur um hvað telst blogg og hvað ekki. Ég veit þó að komment eru ekki bloggfærslur.