Straumar og krókar

Cloud vortices off Madeira and Canary Islands - mynd eftir NASA Goddard Space Flight Center
Ég hef gaman af því að ferðast, hvort sem er um landið eða erlendis. Þegar ég ferðast reyni ég að hafa jafnvægi á milli þess að annars vegar skoða það sem mælt er með og hins vegar að skoða eitthvað út í loftið. Þetta á eflaust við um fleira hjá mér. Stundum vill maður vera í straumnum og stundum vill maður finna lítinn krók og uppgötva eitthvað nýtt.

Annars konar ferðalög Link to heading

Ég er orðinn nokkuð fær í að skima. Í vinnunni fylgist ég með og tek ég þátt í mörgum þráðum (póstur, fundir, innri vefir o.fl.) og þar kemur skimuninn sér vel. Ég þarf að hafa alla anga úti en passa mig að flækja mig ekki of lengi í einhverjum þræðinum, þar sem tíminn er dýrmætur. Það að skipta svona ört um samhengi var svolítið ruglandi fyrst en er núna orðið að vana. Þegar ég er heima fylgist ég með því sem er að gerast á þeim vettvangi sem ég hef áhuga á. Áskriftir að fréttum, bloggi og spjalli uppfærast með því nýjasta og þyrstur hugurinn drekkur í sig daginn. Skimi skim og stundum svelgist manni á. Á sama tíma eru tólin til samskipta orðin betri. Hugbúnaðurinn inniheldur meiri virkni, vélbúnaðurinn smækkar og er meðfæranlegri, nettengingar flytja meira á hverri sekúndu og svo framvegis. Það sem hefur hins vegar ekki breyst er það sem er á milli eyrnana á okkur og fjöldi klukkustunda í sólarhringnum.
Ég þarf sífellt að minna mig á að vera ekki bara í straumnum, en að finna stundum lítinn krók og kannski uppgötva eitthvað nýtt.